McIlroy beið í 553 daga

Rory McIlroy virtist létt þegar sigurinn var í höfn enda …
Rory McIlroy virtist létt þegar sigurinn var í höfn enda hefur hann ekki leikið vel á sinn mælikvarða í marga mánuði. AFP

Norður-Írinn Rory McIlroy er kominn á sigurbraut á ný á golfvellinum en hann sigraði á Wells Fargo Championship á PGA-mótaröðinni í gærkvöldi.

McIlroy beið í 553 daga eftir sigri sem telst mikið á hans mælikvarða og hafði fallið niður í 15. sæti á heimslistanum. Svo aftarlega hafði hann ekki verið síðan 2009.

McIlroy kann afar vel við sig á Quail Hollow vellinum því hann sigraði á mótinu í þriðja sinn. Áður vann hann mótið 2010, 2015 og 2021. McIlroy lék samtals á 10 höggum undir pari en Abraham Ancer var höggi á eftir. 

Rory McIlroy ásamt eiginkonunni Ericu og dótturinni Poppy.
Rory McIlroy ásamt eiginkonunni Ericu og dótturinni Poppy. AFP

McIlroy hafði öðrum hnöppum að hneppa síðasta haust þegar hann og eiginkonan eignuðust sitt fyrsta barn. Þá lék hann ekki sérlega vel og hafði heldur ekki fundið taktinn á þessu ári. En það hlaut að koma að því að svo sigursæll kylfingur myndi finna sveifluna og kemur ekki sérstaklega á óvart að það skuli gerast á Quail Hallow sem er í Norður-Karólínu. 

McIlroy hefur nú unnið nítján sinnum á PGA-mótaröðinni. Ef kylfingar ná að vinna tuttugu sinnum þá fá þeir keppnisrétt á mótaröðinni eins lengi og þeir kjósa. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert