Miklar sveiflur í Tékklandi

Guðmundur Ágúst Kristjánsson
Guðmundur Ágúst Kristjánsson mbl.is/Kristinn Magnússon

Guðmundur Ágúst Kristjánsson fór í gegnum niðurskurðinn á á D+D REAL Czech Chal­lenge-mót­inu á Áskor­enda­mótaröð Evr­ópu en lék fjóra sveiflukennda hringi á mótinu.

Guðmundur hóf leik á 74 höggum á fyrsta hring, tveimur höggum yfir pari. Hann bætti sig um sex högg á milli hringja og lék á 68 höggum á öðrum hring og fór í gegnum niðurskurðinn.

Aftur átti Guðmundur erfitt á þriðja hring, sem hann lék á 75 höggum en hann lék fjórða og síðasta hringinn á 71 höggi og lauk því leik á pari og í 54. sæti.

mbl.is