Styrkti stöðuna í toppsætinu

Louis Oosthuizen er með tveggja högga forskot á toppnum.
Louis Oosthuizen er með tveggja högga forskot á toppnum. AFP

Suður-Afr­íkumaður­inn Lou­is Oost­huizen er með tveggja högga for­ystu eft­ir tvo hringi á The Open á Royal St. Geor­ge‘s-golf­vell­in­um í Kent á Englandi, en mótið er eitt ri­sa­mót­anna á ári hverju.

Oosthuizen var með eins höggs forskot eftir fyrsta hring í gær og hefur því styrkt stöðu sína sem forystusauðurinn. Hann lék hringinn í dag á 65 höggum og hringinn í gær á 64 höggum og er samanlagt á ellefu höggum undir pari. Hann fékk einn örn, fjóra fugla og einn skolla á holunum átján í dag.

Collin Morikawa er í öðru sæti á níu höggum undir pari og Jordan Spieth þriðji á átta höggum undir pari. Þar á eftir koma Dylan Frittelli, Dustin Johnson og Scottie Scheffler, allir á sjö höggum undir pari.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert