DeChambeau og Koepka mætast

Brooks Koepka hefur fjórum sinnum sigrað á risamótunum í golfi.
Brooks Koepka hefur fjórum sinnum sigrað á risamótunum í golfi. AFP

Bryson DeChambeau og Brooks Koepka munu mætast á golfvellinum í lok nóvember. 

Um er að ræða sýningarviðburð þar sem þeir DeChambeau og Koepka mætast í Las Vegast og leika þar 12 holur. Verður viðureignin kölluð The Match líkt og þegar Tiger Woods og Phil Mickelson mættust fyrir nokkrum árum. 

Bryson DeChambeau fagnar sigri í Rydernum.
Bryson DeChambeau fagnar sigri í Rydernum. AFP

Viðburðurinn mun væntanlega fá talsverða athygli vegna þess að kapparnir hafa hnýtt hvor í annan á samfélagsmiðlum og í viðtölum af og til síðustu tvö árin.

Frá því að ljóst varð að þeir eiga litla samleið hafa þeir aldrei lent saman í ráshópi á mótum á mótaröðinni.

DeChambeau og Brooks Koepka voru liðsfélagar í Ryder-liði Bandaríkjanna á dögunum og féllust í faðma fyrir framan myndavélarnar þegar sigurinn var í höfn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert