Ragnar í fínum málum í Noregi

Andri Þór Björnsson náði sér ekki almennilega á strik.
Andri Þór Björnsson náði sér ekki almennilega á strik. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ragnar Már Garðarsson er efstur Íslendinganna þriggja eftir fyrsta hring á Moss & Rygge Open-mótinu í golfi. Leikið er í Dilling í Noregi og er mótið hluti af Nordic Golf-mótaröðinni.

Ragnar er á einu höggi undir pari og í 19. sæti ásamt nokkrum öðrum kylfingum. Hann fékk tvo fugla og einn skolla á holunum. 18.

Gísli Sveinbergsson er næstur Íslendinganna á tveimur höggum yfir pari og í 63. sæti. Hann fékk tvo fugla og fjóra skolla.

Andri Þór Björnsson er í 87. sæti á fjórum höggum yfir pari. Hann fékk fimm skolla og einn fugl.

Annar hringurinn verður leikinn á morgun en alls eru leiknir þrír hringir á mótinu.

mbl.is