Í toppbaráttu í Portúgal

Haraldur Franklín Magnús er í toppbaráttu í Portúgal.
Haraldur Franklín Magnús er í toppbaráttu í Portúgal. mbl.is/Kristinn Magnússon

Haraldur Franklín Magnús fór afar vel af stað á Open de Portugal-mótinu á Áskorendamótaröð Evrópu í golfi. Mótið fer fram í Vau Óbido í Portúgal.

Haraldur lék fyrsta hringinn í gær á 69 höggum, þremur höggum undir pari, og er fyrir vikið í fjórða sæti ásamt nokkrum öðrum kylfingum. Englendingurinn Todd Clements er efstur á fimm höggum undir pari.

Guðmundur Ágúst Kristjánsson náði sér ekki á strik og lék á 78 höggum, sex höggum yfir pari. Hann er í 135. sæti, á meðal neðstu manna, og verður að leika mun betur á öðrum hring í dag til að eiga möguleika á að fara í gegnum niðurskurðinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert