Þarf að leika betur á morgun

Guðmundur Ágúst Kristjánsson átti ekki sinn besta hring í dag.
Guðmundur Ágúst Kristjánsson átti ekki sinn besta hring í dag. Ljósmynd/Kristján Ágústsson

Atvinnukylfingurinn Guðmundur Ágúst Kristjánsson lék fyrsta hring á Ras Al Khaimah-meistaramótinu á Evrópumótaröðinni í golfi í dag á 73 höggum, einu höggi yfir pari.

Leikið er í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Guðmundur fékk tvo skolla og einn fugl á holunum átján. Er hann í 91. sæti af 131 kylfingi.

Guðmundur verður að leika betur á öðrum hring á morgun til að fara í gegnum niðurskurðinn og leika tvo síðustu hringina um helgina.

Japaninn Ryo Hisatsune er efstur á átta höggum undir pari. Englendingurinn Matthew Baldwin, Ítalinn Ddoardo Molinari og Daninn Rasmus Højgaard koma þar á eftir á sex höggum undir pari.

mbl.is