Danir Evrópumeistarar

Danir sjást hér fagna sigrinum í leikslok.
Danir sjást hér fagna sigrinum í leikslok. AP

Danir tryggðu sér í dag sinn fyrsta Evrópumeistaratitil í handknattleik karla þegar þeir lögðu Ólympíumeistara Króata 24:20 í úrslitaleik í Lillehammer.

Danir voru taugaóstyrkir í upphafi leiks og lentu 4:0 undir en fyrsta mark Dana kom ekki fyrr en eftir sjö mínútna leik. Eftir það tóku Danir við sér og voru yfir í hálfleik 13:10. Í síðari hálfleik fór markvörðurinn Kasper Hvidt að verja í marki Dana og náðu þeir mest sex marka forskoti. Króatar minnkuðu þó muninn niður í 22:20 en lengra komust þeir ekki.

Lars Christiansen og Lasse Boesen skoruðu sjö mörk hvort fyrir Dani en auk þeirra var leikstjórnandinn Jesper Jensen drjúgur, en hann skoraði tuttugasta og þriðja mark Dana þegar þrjár mínútur voru eftir af leiknum. Lítið fór fyrir hinum frábæra leikstjórnanda Króata, Ivano Balic, í fyrri hálfleik en í síðari hálfleik stóð hann upp úr í liði Króata.

Leikskýrslan.

Ivano Balic, hinn snjalli leikstjórnandi Króata.
Ivano Balic, hinn snjalli leikstjórnandi Króata. Reuters
Ulrik Wilbek ,þjálfari Dana, stefndi á gullið fyrir mótið. Með …
Ulrik Wilbek ,þjálfari Dana, stefndi á gullið fyrir mótið. Með honum á myndinni er Lars Christiansen og í baksýn er Bo Spellerberg. SCANPIX NORWAY
mbl.is

Bloggað um fréttina