Stella búin að semja við SönderjyskE

Stella Sigurðardóttir
Stella Sigurðardóttir mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Stella Sigurðardóttir landsliðskona í handknattleik sem leikið hefur allan sinn feril með Fram er búin að skrifa undir samning við danska úrvalsdeildarliðið SönderjyskE.

Stella er 23 ára gömul og hefur verið ein besta handknattleikskona landsins. Hún hefur verið lykilmaður í sterku liði Fram undanfarin ár og þá hefur hún verið fastamaður í íslenska landsliðinu.

Ágúst Jóhannsson landsliðsþjálfari var fyrir skömmu ráðin þjálfari SönderjyskE sem endaði í 9. sæti af 11 liðum í úrvalsdeildinni og er nú í úrslitakeppni ásamt tveimur öðrum liðum úr efstu deild og liðum í 1. deild um laust sæti í úrvalsdeildinni í haust.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert