Halldór til skoðunar hjá Kolstad

Halldór Guðjónsson í leik með FH.
Halldór Guðjónsson í leik með FH. mbl.is/Ómar Óskarsson

Halldór Guðjónsson fyrrverandi leikmaður FH en nú leikmaður norska 2. deildarliðsins Kristiansund æfir þessa dagana með norska úrvalsdeildarliðinu Kolstad.

Halldór, sem er örvent skytta, hefur farið mikinn með Kristiansund á leiktíðinni en hann hefur skorað að meðaltali 9 mörk í leik og óskuðu forráðamenn Kolstad eftir að fá Íslendinginn til reynslu þessa vikuna. Einn Íslendingur leikur með liðinu en það er línumaðurinn Pétur Pálsson. Liðið er í sjötta sæti deildarinnar.

Halldór er 25 ára gamall sem leikið hefur með Kristiansund í hálft annað ár en þjálfari liðsins er Akureyringurinn Jónatan Þór Magnússon

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert