Fundaði með leikmönnum án Guðmundar

Guðmundur Guðmundsson fagnar sigri á Ólympíuleikunum.
Guðmundur Guðmundsson fagnar sigri á Ólympíuleikunum. AFP

Fréttastofa TV2 í Danmörku fullyrðir í dag að Guðmundur Guðmundsson hefði verið vel getað verið rekinn úr starfi landsliðsþjálfara karlalandsliðs Danmerkur í handknattleik og sendur heim frá nýafstöðnum Ólympíuleikum í Ríó. Það var auðvitað áður en Guðmundur gerði Dani að ólympíumeisturum.

Samkvæmt heimildum TV2 átti sér stað fundur níu dögum áður en Guðmundur gerði Danmörku að ólympíumeisturum í handknattleik karla. Á þann fund voru mættir Ulrik Wilbek, fyrrverandi þjálfari danska liðsins og helsti forkólfur danska handknattleikssambandsins, og nokkrir leikmanna landsliðsins. Á fundinum segja heimildir TV2 að leikmennirnir hafi tekið fyrir brottrekstur Guðmundar og viljað hafa hann áfram þegar Ulrik Wilbek bar upp þá spurningu um hvort reka ætti Guðmund úr starfi.

Guðmundur vildi ekkert tjá sig um málið við TV2 en Ulrik Wilbek segir þetta einfaldlega vera lygi. „Þetta er lygi. Mér líkar ekki orðið lygi, en ég upplifði ekki að brottrekstur væri á leiðinni,“ sagði Wilbek áður en hann svaraði næstu spurningum blaðamanns TV2.

Umræddur fundur á, samkvæmt fjölda heimildamanna stöðvarinnar, að hafa á sér stað eftir tap Dana gegn Króatíu. Wilbek á að hafa kallað til sex reynslumestu leikmenn liðsins og rætt framtíð Guðmundar. Er það tekið fram að Guðmundur sjálfur hafi ekki verið á staðnum. Á Wilbek á fundinum að hafa viðrað þá hugmynd að láta reka Guðmund úr starfi. Það féll þó í grýttan jarðveg leikmannanna eins og fyrr segir.

Aðspurður hvort fundur hafi átt sér stað án viðveru Guðmundar sagði Wilbek.

„Já, þegar einhver biður um fund, þá held ég að sjálfsögðu fund. Það voru haldnir margir mismunandi fundir. Ég er í leiðtogahlutverki á svona stórmóti sem ég tek mjög alvarlega,“ sagði Wilbek.

Spurður hvort brottrekstur hafi verið ræddur sagði Wilbek svo ekki hafa verið. „Sett var fram spurning og henni var svarað. Við fundum lausnir og héldum áfram,” sagði Wilbek.

Spurður hvernig sambandið milli hans og Guðmundar væri sagði Wilbek.

„Ég tel að við séum sammála um að það sé gott,” sagði Wilbek áður en hann svaraði þeirri spurningu um það hvernig framtíð Guðmundar í þessu starfi væri. „Hann er að minnsta kosti landsliðsþjálfari í 10 mánuði í viðbót,“ sagði WIlbek.

Í frétt TV2 kemur einnig fram að eftir sigur Dana á Ólympíuleikunum hafi Wilbek á ný safnað leikmönnunum sex saman og enn á ný án viðveru Guðmundar. Segja heimildamenn stöðvarinnar að þar hafi Wilbek á ný viðrað þá hugmynd um að segja Guðmundi upp störfum. Þá hafi leikmennirnir aftur þvertekið fyrir það. Ulrik Wilbek segir þó þetta alls kostar ósatt og að umræddur fundur hafi ekki átt sér stað.

Frétt TV2 í heild sinni.

Ulrik Wilbek.
Ulrik Wilbek. LLUIS GENE
mbl.is

Bloggað um fréttina