Íþróttir
|
Handbolti
| mbl
| 13.2.2018
| 18:27
| Uppfært
14.2.2018
10:32
Stefán Rafn var atkvæðamikill
Stefán Rafn Sigurmannsson var atkvæðamikill þegar Pick Szged vann öruggan útisigur gegn Vaci, 35:26, í ungversku úrvalsdeildinni í handknattleik í dag.
Stefán Rafn var markahæstur í liði Pick Szged með 8 mörk. Stefán Rafn og félagar eru í öðru sæti deildarinnar með 32 stig en Veszprém er í toppsætinu með 34 og á tvo leiki til góða.