„Munu kannski reyna að hægja á okkur“

Steinunn Björnsdóttir segir samheldnina vera ríkjandi hjá Fram.
Steinunn Björnsdóttir segir samheldnina vera ríkjandi hjá Fram. mbl.is/Hari

Steinunni Björnsdóttur, leiðtoga Fram-liðsins, lýst afskaplega vel á úrslitarimmu Vals og Fram um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik sem hefst í kvöld. 

„Ég held að ekki sé hægt að biðja um meiri spennu í úrslitaeinvíginu. Sérstaklega miðað við hvernig þetta spilaðist í vetur. Valur vann fyrsta leikinn en við unnum næstu tvo. Lítið er skorað í þessum leikjum og sterkar varnir hafa verið áberandi. Þær hafa reyndar spilar stundum 7 á móti 6 á móti okkur og það getur verið kúnst fyrir okkur að leysa það.“ sagði Steinunn þegar mbl.is spjallaði við hana. Hún segir Val vera ólíkan andstæðing í samanburði við ÍBV sem Fram sló út 3:1 í undanúrslitum. 

„Já það er allt öðruvísi að spila á móti þeirri vörn sem ÍBV spilar. Við mætum mjög líklega 6-0 vörn en vörn ÍBV er framar. Leikirnir verða líklega hægari en hjá Fram og ÍBV. Þau lið eru bæði hröð og Valur mun kannski reyna að hægja aðeins á okkur.“

Steinunn kom inn í lið Fram á miðjum vetri eftir barneignafrí og hún hefur fundið sig vel. Karen Knútsdóttir bættist við á svipuðum tíma þegar hún hafði jafnað sig af meiðslum. „Ég held að það hafi bara gengið vel. Ég finn með hverjum leik að ég kemst betur í takt við liðið. Þegar úrslitakeppnin er byrjuð þá gleymir maður því að maður hafi ekki verið með í upphafi tímabilsins. Aðrir leikmenn fá færri mínútur þegar tveir leikmenn bætast við og skipta þarf mínútum niður. Leikmenn hafa tekið því vel enda er samheldni í hópnum. Karen hefur bæði verið á miðjunni en einnig í skyttustöðunni vinstra megin ásamt Sigurbjörgu og Ragnheiði. Ég og Elísabet skiptumst á að vera á línunni og það kemur ágætlega út því ég er meira varnarþenkjandi en hún meira sóknarþenkjandi,“ sagði Steinunn við mbl.is. 

Fyrsti leikur Vals og Fram hefst á Hlíðarenda í kvöld klukkan 19:30. Vinna þarf þrjá leiki til að verða meistari.  

mbl.is
L M Stig
1 Úrúgvæ 3 5:0 9
2 Rússland 3 8:4 6
3 Sádi-Arabía 3 2:7 3
4 Egyptaland 3 2:6 0
L M Stig
1 Spánn 3 6:5 5
2 Portúgal 3 5:4 5
3 Íran 3 2:2 4
4 Marokkó 3 2:4 1
L M Stig
1 Frakkland 3 3:1 7
2 Danmörk 3 2:1 5
3 Perú 3 2:2 3
4 Ástralía 3 2:5 1
L M Stig
1 Króatía 3 7:1 9
2 Argentína 3 3:5 4
3 Nígeria 3 3:4 3
4 Ísland 3 2:5 1
L M Stig
1 Brasilía 3 5:1 7
2 Sviss 3 5:4 5
3 Serbía 3 2:4 3
4 Kostaríka 3 2:5 1
L M Stig
1 Svíþjóð 3 5:2 6
2 Mexíkó 3 3:4 6
3 Suður-Kórea 3 3:3 3
4 Þýskaland 3 2:4 3
L M Stig
1 Belgía 3 9:2 9
2 England 3 8:3 6
3 Túnis 3 5:8 3
4 Panama 3 2:11 0
L M Stig
1 Kólumbía 3 5:2 6
2 Japan 3 4:4 4
3 Senegal 3 4:4 4
4 Pólland 3 2:5 3
Sjá alla riðla