Grótta bætir við sig

Sigfús Páll Sigfússon, Alexander Jón Másson og Vilhjálmur Geir Hauksson, …
Sigfús Páll Sigfússon, Alexander Jón Másson og Vilhjálmur Geir Hauksson, handknattleiksmenn hjá Gróttu. Ljósmynd/Grótta

Handknattleiksmennirnir Sigfús Páll Sigfússon og Alexander Jón Másson hafa gengið til liðs við Gróttu auk þess sem Vilhjálmur Geir Hauksson hefur skrifað undir nýjan samning við lið Seltirninga en hann hefur verið lengst af í herbúðum Gróttu.

Sigfús Páll Sigfússon kemur til Gróttu frá Fjölni sem féll úr deild þeirra bestu á seinasta ári. Sigfús hefur spilað með Fjölni, Val og Fram á Íslandi ásamt því að hafa spilað um tíma í Japan. Sigfús spilaði með öllum yngri landsliðum Íslands ásamt því að hafa spilað 2 leiki með A landsliði Íslands.

Alexander Jón Másson kemur til Gróttu frá Val en hann er hávaxinn ungur vinstri hornamaður sem hefur spilað með yngri landsliðum Íslands.

Vilhjálmur er öllum hnútum kunnugur hjá Gróttu en hann hefur leikið með Gróttu árum saman að undanskildu einu keppnistímabili þegar hann spreytti sig með Haukum.

Vilhjálmur var fastamaður í öllum unglingalandsliðum og hefur spilað yfir 200 meistaraflokkksleiki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert