Kristján kemur Svíum á HM

Kristján Andrésson er búinn að koma Svíum á HM í …
Kristján Andrésson er búinn að koma Svíum á HM í handbolta

Þremur umspilsleikjum er lokið í kvöld um sæti á heimsmeistaramótinu í handbolta karla. Svíar, Makedónar og Ungverjar tryggðu sér sæti á HM 2019.

Sænska landsliðið, sem er undir stjórn Kristjáns Andréssonar, tapaði fyrri leiknum gegn Erlingi Richardssyni og lærisveinum hans í hollenska landsliðinu óvænt 24:25. En öruggur 26:20 sigur Svía í kvöld á heimavelli tryggði þeim samanlagðan 50:45 sigur í einvíginu.

Rúmenar unnu Makedóníumenn, 26:25, á heimavelli. En þar sem Makedónar unnu fyrr leikinn með átta mörkum fara þeir áfram. Lokatölur úr einvíginu eru 57:50 Makedóníumönnum í vil.

Ungverjar fylgdu Svíum og Makedóníumönnum á HM þrátt fyrir að hafa tapað 22:26 fyrir Slóvenum. Fyrri leikurinn fór 29:24 Ungverjalandi í vil og samanlagt 51:50.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert