Kristján kemur Svíum á HM

Kristján Andrésson er búinn að koma Svíum á HM í ...
Kristján Andrésson er búinn að koma Svíum á HM í handbolta

Þremur umspilsleikjum er lokið í kvöld um sæti á heimsmeistaramótinu í handbolta karla. Svíar, Makedónar og Ungverjar tryggðu sér sæti á HM 2019.

Sænska landsliðið, sem er undir stjórn Kristjáns Andréssonar, tapaði fyrri leiknum gegn Erlingi Richardssyni og lærisveinum hans í hollenska landsliðinu óvænt 24:25. En öruggur 26:20 sigur Svía í kvöld á heimavelli tryggði þeim samanlagðan 50:45 sigur í einvíginu.

Rúmenar unnu Makedóníumenn, 26:25, á heimavelli. En þar sem Makedónar unnu fyrr leikinn með átta mörkum fara þeir áfram. Lokatölur úr einvíginu eru 57:50 Makedóníumönnum í vil.

Ungverjar fylgdu Svíum og Makedóníumönnum á HM þrátt fyrir að hafa tapað 22:26 fyrir Slóvenum. Fyrri leikurinn fór 29:24 Ungverjalandi í vil og samanlagt 51:50.

mbl.is
L M Stig
1 Rússland 2 8 6
2 Úrúgvæ 2 2 6
3 Egyptaland 2 1 0
4 Sádi-Arabía 2 0 0
L M Stig
1 Spánn 2 4 4
2 Portúgal 2 4 4
3 Íran 2 1 3
4 Marokkó 2 0 0
L M Stig
1 Frakkland 2 3 6
2 Danmörk 2 2 4
3 Ástralía 2 2 1
4 Perú 2 0 0
L M Stig
1 Króatía 2 5 6
2 Nígeria 2 2 3
3 Ísland 2 1 1
4 Argentína 2 1 1
L M Stig
1 Brasilía 2 3 4
2 Sviss 2 3 4
3 Serbía 2 2 3
4 Kostaríka 2 0 0
L M Stig
1 Mexíkó 2 3 6
2 Svíþjóð 1 1 3
3 Þýskaland 1 0 0
4 Suður-Kórea 2 1 0
L M Stig
1 Belgía 2 8 6
2 England 1 2 3
3 Panama 1 0 0
4 Túnis 2 3 0
L M Stig
1 Japan 1 2 3
2 Senegal 1 2 3
3 Pólland 1 1 0
4 Kólumbía 1 1 0
Sjá alla riðla