Hedin til Bandaríkjanna

Robert Hedin.
Robert Hedin. AFP

Svíinn Robert Hedin, fyrrverandi landsliðsmaður Svía í handknattleik, er orðinn landsliðsþjálfari á nýjan leik.

Hedin hefur verið ráðinn þjálfari bandaríska landsliðsins og fyrsta verkefni hans er leikir á móti Kanada í undankeppni ólympíuleikana í september.

Hedin var þjálfari norska karlalandsliðsins frá 2008 til 2014 en frá árinu 2017 hefur hann verið framkvæmdastjóri norska liðsins St.Hallvard.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert