Selfoss áfram eftir góðan lokasprett

Árni Steinn Steinþórsson skoraði sex mörk og var markahæstur.
Árni Steinn Steinþórsson skoraði sex mörk og var markahæstur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Selfoss er komið áfram í 2. umferð EHF-bikarkeppninnar í handbolta þrátt fyrir 27:26-tap fyrir Dragunas í Litháen í síðari leik liðanna í 1. umferðinni í dag. Selfoss vann fyrri leikinn 34:28 og einvígið því samanlagt 60:55.

Staðan var 23:18, Dragunas í vil, skömmu fyrir leikslok og munaði þá aðeins einu marki á liðunum í einvíginu. Selfoss skoraði hins vegar átta af tólf síðustu mörkum leiksins og tryggði sér farseðilinn í 2. umferð. 

Árni Steinn Steinþórsson var markahæstur hjá Selfossi með sex mörk, Hergeir Grímsson skoraði fjögur og þeir Alexander Már Egan, Elvar Örn Jónsson og Haukur Þrastarson skoruðu þrjú mörk hver. 

Selfoss mætir Ribnica frá Slóveníu í næstu umferð núna í október. 

mbl.is