Væri rugl að fara að tala um titilinn

Alfreð Gíslason.
Alfreð Gíslason. AFP

Alfreð Gíslason, þjálfari þýska stórliðsins Kiel í handknattleik, segir það algjört óráð að fara að bendla liðið við þýska meistaratitilinn þegar svo skammt er liðið á tímabilið.

Kiel vann Rhein-Neckar Löwen í stórleik í þýsku 1. deildinni í gær, 27:24, og er með 16 stig eftir 10 leiki. Alfreð vill ekki að þessi leikur verði túlkaður um of í titilbaráttunni.

„Ef við höfðum tapað hefði fólk sagt að við værum úr leik í baráttu um titilinn. En að tala um titilinn núna væri rugl. Sigurinn gefur liðinu vissulega sjálfstraust, en við verðum að halda einbeitingu og vera rólegir,“ sagði Alfreð eftir leikinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert