Haukar hefndu ófaranna gegn KA

Orri Freyr Þorkelsson spilaði afar vel.
Orri Freyr Þorkelsson spilaði afar vel. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

Haukar eru komnir áfram í 2. umferð Coca Cola-bikars karla í handbolta eftir öruggan 30:23-sigur á KA á Akureyri í dag. Staðan í hálfleik var 16:10 og var sigur Hauka sannfærandi. 

Með sigrinum hefndu Haukar fyrir tapið gegn KA í Olísdeildinni í september, en KA vann óvæntan stórsigur, 31:20. 

Orri Freyr Þorkelsson átti stórleik fyrir Hauka og skoraði 11 mörk og Daníel Þór Ingason bætti við fimm. Tarik Kasumovic var atkvæðamestur hjá KA með sex mörk og Jóhann Einarsson skoraði fjögur. 

mbl.is