Álaborg heldur toppsætinu

Ómar Ingi Magnússon átti beinan þátt í þrettán mörkum í …
Ómar Ingi Magnússon átti beinan þátt í þrettán mörkum í kvöld. Eggert Jóhannesson

Íslendingaliðið Álaborg heldur toppsætinu í efstu deild danska handboltans en margir Íslendingar voru á ferðinni í kvöld. Álaborg hafði betur gegn SönderjyskE á útivelli. 

Álaborg sigraði 30:27 og skoraði Ómar Ingi Magnússon 8 mörk og gaf 5 stoðsendingar. Enn einn stórleikurinn hjá honum í vetur og sveitungi hans frá Selfossi Janus Daði Smárason skoraði 2 mörk og gaf 1 stoðsendingu. Arnar Birkir Hálfdánarson skoraði 2 mörk fyrir SönderjyskE og gaf 1 stoðsendingu. 

Reynsluboltinn Vignir Svavarsson skoraði 2 mörk og var með 100% skotnýtingu fyrir Holsterbro þegar liðið vann Skanderborg 29:24 á útivelli. 

GOG vann útisigur á Skjern 30:29. Óðinn Ríkharðsson skoraði ekki fyrir GOG að þessu sinni og Björgvin Páll Gústavsson kom lítið við sögu hjá Skjern. Tandri Konráðsson var ekki í leikmannahópi Skjern. 

Álaborg hefur eins stigs forskot á Bjerringbro Silkeborg en GOG er þremur stigum á eftir Álaborg. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert