Óðinn í banastuði í sigri

Óðinn Þór Ríkharðsson átti afar góðan leik.
Óðinn Þór Ríkharðsson átti afar góðan leik. mbl.is/Árni Sæberg

Óðinn Þór Ríkharðsson og samherjar hans hjá danska handboltaliðinu GOG unnu öruggan 31:26-heimasigur á Mors-Thy í efstu deild Danmerkur í dag.

Óðinn var í miklu stuði og skoraði hornamaðurinn átta mörk úr átta skotum. GOG er í 2. sæti deildarinnar með 25 stig, einu stigi minna en topplið Aalborg. 

Aalborg mætti Nordsjælland á útivelli og litu átta íslensk mörk dagsins ljós í 29:25-sigri. Ómar Ingi Magnússon skoraði fimm þeirra og Janus Daði Smárason skoraði þrjú.

Kolding vann svo nauman 26:25-sigur á Ringsted á útivelli og skoraði Ólafur Gústafsson eitt mark fyrir Kolding, sem er í 9. sæti með 12 stig. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert