Dagur kominn til Sviss eftir góð úrslit í Póllandi

Dagur Sigurðsson þjálfari japanska landsliðsins.
Dagur Sigurðsson þjálfari japanska landsliðsins. mbl.is/Árni Sæberg

Dagur Sigurðsson og lærisveinar hans í japanska landsliðinu í handknattleik karla búa sig undir þátttöku á heimsmeistaramótinu þessa daga eins og leikmenn fleiri landsliða.

Japanska landsliðið lék við landslið Tékklands og Póllands á milli jóla og nýárs og á föstudaginn hefur landsliðið þátttöku í fjögurra liða alþjóðlegu móti í Winterthur í Sviss. Þar mætir japanska landsliðið liði Sviss á morgun, Túnis á laugardag og Portúgal á sunnudaginn. „Við förum til München sjöunda janúar þar sem við leikum í riðlakeppni HM,“ sagði Dagur í samtali við Morgunblaðið í gær.

Japanska landsliðið verður með því íslenska í riðli á HM en einnig verða Spánverjar, Króatar, Bareinar og Makedóníumenn í riðlinum. Þeir síðastnefndu mæta japanska landsliðinu í upphafsleik B-riðils í Ólympíuhöllinni í München 11. janúar. Dagur var ánægður með leikina við Tékka og Pólverja milli jóla og nýárs en báðar viðureignir fóru fram í Póllandi. Vonast hann til þess að liðið haldi dampi á mótinu í Sviss næstu daga.

„Leikirnir gengu vonum framar af okkar hálfu. Við gerðum jafntefli við Pólverja og unnum Tékka. Frammistaðan og úrslitin eru fyrsti vísirinn að því að eitthvað sé að fæðast hjá okkur. Meðgangan hefur verið löng. Við höfðum tapað mjög mörgum leikjum áður en kom að þessum úrslitum sem eru smá verðlaun fyrir strákana,“ sagði Dagur.

Sjá alla greinina í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert