Einar fer til Færeyja

Einar Jónsson, þjálfari Gróttu.
Einar Jónsson, þjálfari Gróttu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Handknattleiksþjálfarinn Einar Jónsson mun í sumar taka við þjálfun karlaliðs H71 í Færeyjum og mun því hætta hjá Gróttu að loknu þessu keppnistímabili. 

Einar staðfesti þetta við mbl.is í dag en hann gerir tveggja ára samning við félagið sem er staðsett í Hoyvík í útjaðri Þórshafnar.

Lið H71 er núverandi meistari í Færeyjum og talsverð sigurhefð í félaginu. Einar hefur áður þjálfað utan landsteinanna en hann stýrði kvennaliði Molde í Noregi um tíma. 

Einar er uppalinn Framari og hefur hér heima stýrt karlaliðum Fram, Stjörnunnar og Gróttu. Hann stýrði lengi kvennaliði Fram og var aðstoðarþjálfari kvennalandsliðsins um tíma. 

Rætt er við Einar um nýja starfið í íþróttablaði Morgunblaðsins sem kemur út í  fyrramálið.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert