Tækifæri er til þess að snúa við taflinu í Skopje

Aron Pálmarsson sækir að vörn N-Makedóníu í Laugardalshöllinni í fyrrakvöld.
Aron Pálmarsson sækir að vörn N-Makedóníu í Laugardalshöllinni í fyrrakvöld. Eggert Jóhannesson

Eins og sakir standa er ekki útlit fyrir að tap íslenska landsliðsins í handknattleik fyrir landsliði Norður-Makedóníu í Laugardalshöllinni í fyrrakvöld, 33:34, komi í veg fyrir að landsliðið tryggi sér þátttökurétt í lokakeppni EM á næsta ári.

Meira þarf að bera út af hjá íslenska liðinu í þeim þremur leikjum sem það á eftir svo leikmenn sitji eftir með sárt ennið. Hinsvegar getur tapið orðið til að íslenska liðið verði ekki í efsta sæti riðilsins þegar öllum leikjum verður lokið. Það gæti þýtt að íslenska landsliðið færist ekki upp í annan styrkleikaflokk úr þeim þriðja þegar dregið verður í riðla fyrir lokakeppnina í sumar.

Tvö efstu lið hvers af átta riðlum undankeppninnar tryggja sér keppnisrétt í lokakeppni EM. Auk þess þá fara fjögur af átta liðum sem verða í þriðja sæti riðlanna einnig áfram. Sem stendur þá er íslenska liðið í öðru sæti þriðja riðils á eftir Norður-Makedóníu. Óvæntur sigur Tyrkja á Grikkjum varð til þess að að Grikkir komust ekki að upp að hlið Norður-Makedóníu og Íslands með fjögur stig. Grikkir og Tyrkir hafa tvö stig.

Sigur breytir stöðunni

Framundan hjá íslenska landsliðinu er annar leikur við Norður-Makedóníumenn í Skopje á sunnudaginn. Flautað verður til leiks kl. 18 að íslenskum tíma. Vinni íslenska liðið með a.m.k. eins marks mun endurheimtir það efsta sætið. Enn betra væri að vinna með a.m.k. tveggja marka mun og hafa þar með betur í innbyrðisleikjum við Norður-Makedóníumenn, komi til þess að lið þjóðanna verði jöfn að stigum þegar riðillinn verður gerður upp í júní.

Sjá alla greinina á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert