„Próf til þess að sýna úr hverju maður er gerður“

Ómar Ingi Magnússon í leiknum á sunnudag.
Ómar Ingi Magnússon í leiknum á sunnudag. Ljósmynd/Robert Spasovski

„Þetta var í mínum huga próf. Karakterspróf til að sýna úr hverju maður er gerður,“ segir Ómar Ingi Magnússon eftir hálfgerða rússíbanareið sína með íslenska landsliðinu í leikjunum mikilvægu við Norður-Makedóníu í undankeppni EM.

Ómar gerði afdrifarík mistök í lok fyrri leiksins, sem Ísland tapaði 34:33 í Laugardalshöll, en var svo besti maður liðsins í 24:24-jafnteflinu í Skopje í fyrrakvöld þar sem hann skoraði 8 mörk.

Selfyssingurinn fékk dæmd á sig skref undir lok fyrri leiksins við N-Makedóníu, sendi boltann frá sér og var þá sýnt rauða spjaldið fyrir töf auk þess sem gestirnir fengu vítakast. Mistök á ögurstundu vekja jafnan mun meiri athygli en þegar þau verða í miðjum leik, en það segir sitt um skapgerð þessa 22 ára leikmanns hvernig hann vann úr málinu:

„Ég eiginlega trúði þessu ekki í fyrstu. Það var algjör klaufaskapur að fá dæmd á sig þessi skref, en svo var dæmt rautt og víti og það er kannski matsatriði hvort að það var réttur dómur. En svona var þetta bara. Þetta var í mínum huga bara próf. Karakterspróf til að sýna úr hverju maður er gerður. Það var annað hvort að rífa sig í gang, halda áfram, eða vorkenna sér og láta þetta draga mann niður. Ég held að hið síðarnefnda sé voðalega sjaldan rétta svarið.“ 

Viðtalið við Ómar í heild sinni er að finna í Morgunblaðinu sem kom út í morgun. 

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »