Verður hjá Bietigheim næstu tvö ár

Hannes Jón Jónsson
Hannes Jón Jónsson EXPA/Sebastian Pucher

Handknattleiksþjálfarinn Hannes Jón Jónsson hefur samið til tveggja ára við þýska 1. deildar liðið Bietigheim. Þetta verður opinberað í dag, eftir því sem heimildir Morgunblaðsins herma. Ráðning Hannesar Jóns kemur í framhaldi af slitum hans á samningi við handknattleikslið Selfoss sem greint var frá um liðna helgi.

Hannes Jón tók við þjálfun Bietigheim, sem er í Stuttgart, í byrjun febrúar. Hann hafði þá þegar skrifað undir samning við forráðamenn Selfoss um að taka við þjálfun karlaliðs félagsins í sumar.

Upphaflega stóð til að Hannes Jón yrði aðeins í þjálfarastólnum hjá Bietigheim út keppnistímablið í júní. Forráðamenn Bietigheim lögðu hinsvegar hart að honum að skrifa undir lengri samning sem varð ofan á eftir að forráðamenn Selfoss komu til móts við óskir Hannesar Jóns um að samningurinn við þá tæki ekki gildi. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert