Uppskorið eins og til var sáð

Selfyssingar eru Íslandsmeistarar.
Selfyssingar eru Íslandsmeistarar. Ljósmynd/Guðmundur Karl

Árangur nýkrýndra Íslandsmeistara Selfoss í handknattleik karla er hvorki tilviljun né keyptur með fjölda aðkomumanna. Árangurinn er afrakstur af markvissu starfi innan handknattleiksdeildar félagsins um árabil.

Aðeins þrír leikmenn liðsins eru aðkomumenn. Aðrir eru uppaldir hjá félaginu. Hluti liðsins er skipaður piltum sem eru fæddir 1997. Þeir unnu allt sem hægt var að vinna hér innanlands á handboltasviðinu á sínum tíma. Þeir gerðu reyndar gott betur með því að vinna til gullverðlauna á Partille Cup árið 2013, stærsta handboltamóti barna og unglinga sem haldið er í heiminum ár hvert. Íslandsmeistaratitillinn sem þeir unnu með samherjum sínum í gær var rökrétt framhald af þeim ferli.

Ekki er ólíklegt að fyrsti Íslandsmeistaratitill Selfoss í handknattleik karla sem vannst í fyrrakvöld sé aðeins sá fyrsti í röðinni. Markvisst starf handknattleiksdeildarinnar um árabil þar sem ákveðinni stefnu hefur verið fylgt við þjálfun barna frá unga aldri er að skila árangri og á vafalaust eftir að gera það áfram. Árangur yngri flokka Selfoss á síðustu árum, nú síðast í vetur, segir að reikna megi með að handknattleiksfólk frá Selfossi verði áfram í fremstu röð. Næstu kynslóðir eru þegar á leiðinni á þroskabrautinni.

Sjá alla greinina á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert