Hörður Fannar í þriðja færeyska liðið

Hörður Fannar Sigþórsson í leik með Akureyringum fyrir nokkrum árum.
Hörður Fannar Sigþórsson í leik með Akureyringum fyrir nokkrum árum. mbl.is/Golli

Handknattleiksmaðurinn Hörður Fann­ar Sigþórs­son er búinn að semja við færeyska liðið  KÍF og verður það þriðja færeyska liðið sem línumaðurinn öflugi kemur til með að spila með.

Hörður Fannar hefur spilað í Færeyjum frá árinu 2012. Hann lék eina leiktíð með Kyndli en hefur síðustu árin spilað með liði Klaks­víkur.

Hörður, sem er 36 ára gamall, lék um ára­bil með Ak­ur­eyri hand­bolta­fé­lagi, Þór og einnig HK og þá var um tíma í herbúðum þýska liðsins Aue þýsku 2.deild­inni und­ir stjórn Rún­ars Sigtryggs­son­ar.

mbl.is