Gunnar Hrafn snýr aftur heim

Gunnar Hrafn Pálsson handsalar samninginn við Gróttu.
Gunnar Hrafn Pálsson handsalar samninginn við Gróttu. Ljósmynd/Grótta

Gunnar Hrafn Pálsson hefur framlengt samning sinn við handknattleiksdeild Gróttu og er nú samningsbundinn félaginu á næsta tímabili.

Grótta féll úr efstu deild í vor, en Gunnar Hrafn spilaði með Val í fyrra. Hann snýr nú aftur til uppeldisfélagsins en hann getur bæði spilað sem miðjumaður og skytta. Gunnar Hrafn er bróðir Arons Dags Pálssonar sem gengur nú í sumar í raðir Alingsås í Svíþjóð.

Handknattleiksdeildin er gríðarlega ánægð með að hafa landað samningum við Gunnar og bjóðum við hann velkominn til félagsins aftur,” segir í tilkynningu frá Gróttu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert