Stúlkurnar unnu með 27 mörkum

Berta Rut Harðardóttir skoraði fjögur mörk í dag.
Berta Rut Harðardóttir skoraði fjögur mörk í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Íslensku stúlkurnar í U19 ára landsliðinu í handknattleik unnu í dag yfirburðasigur á Bretlandi, 39:12, í lokaumferð riðlakeppni B-deildar Evrópumótsins sem nú stendur yfir í Varna í Búlgaríu.

Þær enduðu þar með í þriðja sæti í sínum riðli, á eftir Serbum og Búlgörum en á undan Grikkjum og Bretum, og mæta Finnum í keppni um fimmta til áttunda sætið á laugardaginn.

Tinna Sól Björgvinsdóttir skoraði 8 mörk fyrir íslenska liðið í dag, Lena Margrét Valdimarsdóttir 6, Þóra María Sigurjónsdóttir 5, Gestsdóttir, Berta Rut Harðardóttir og Katla María Magnúsdóttir 4 mörk hver, Anna Karen Hansdóttir 3, Harpa María Friðgeirsdóttir og Birta Rún Grétarsdóttir 2 hvor og Alexandra Líf Arnarsdóttir eitt.

mbl.is