Gummi, veldu mig

Kári Kristján Kristjánsson að góma knöttinn.
Kári Kristján Kristjánsson að góma knöttinn. mbl.is/Sigfús Gunnar

Vegna mikilla forfalla gefst enn fleiri leikmönnum en ella tækifæri til að sýna sig og sanna fyrir Guðmundi Guðmundssyni, landsliðsþjálfara í handbolta, í Svíþjóð þessa helgina, í síðustu leikjunum áður en lokaundirbúningur fyrir EM hefst um jólin.

Margir hafa fengið stóran plús í kladdann í 27:26-sigri á hinu sterka liði Svía í Kristianstad í gær, en seinni vináttulandsleikur þjóðanna er svo í Karlskrona á morgun.

Sveinn Jóhannsson kallaði sennilega manna hæst á Guðmund um að velja sig, með frábærri framgöngu í miðri vörn Íslands í sínum fyrsta alvöru landsleik. Guðmundur ákvað að kasta þessum tvítuga, uppalda Fjölnismanni, sem nú leikur með SönderjyskE í Danmörku, út í djúpu laugina gegn liðinu sem endaði í 5. sæti á HM í ár og vann silfur á síðasta EM. Sveinn reyndist vel fær um að troða marvaðann í 60 mínútur, með Ými Örn Gíslason sér við hlið í afar ungri, miðri vörn Íslands.

Sjá umfjöllun um leikinn í heild á baksíðu Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert