Vona að dómararnir ákveði hvernig þetta á að vera

Sebastian Alexandersson, þjálfari Stjörnunnar.
Sebastian Alexandersson, þjálfari Stjörnunnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ég var ekkert ósáttur. Mér fannst við bara getað gert betur,“ sagði Sebastian Alexandersson, þjálfari Stjörnunnar eftir 22:22-jafntefli við Hauka í Olísdeild kvenna í handbolta í kvöld. Sebastian var ósáttur við nokkur atriði hjá eigin liði, sem og dómurum leiksins. 

„Við fengum nokkur góð færi til að loka leiknum eða í það minnsta náð forystu sem hefði gert lokamínúturnar þægilegri. Það voru nokkur dauðafæri og svo var farið tvisvar í hægri hornamanninn hjá okkur og það er undantekningalaust víti og tvær en það var ekki í dag. Ég skil ekki reglurnar.

Það var ekki dæmt á móti okkur og ekki á móti Haukum eða með þeim. Þessi tvö atriði voru bara stór því maður horfir ekki á leik án þess að það sé víti og tvær þegar hornamaðurinn er snertur. Það var ekki í dag og það var klárlega snerting þarna og kannski í einhverjum tilvikum líka hjá Haukum. Ég vona að dómararnir fara að ákveða hvernig þetta á að vera.“

Stjarnan vann fjóra fyrstu leiki sína á tímabilinu en hefur síðan ekki unnið í fimm leikjum í röð. 

„Það veldur ekkert. Við erum í góðri deild og það verður að skoða að við spiluðum við Fram sem er úrvalslið, við töpuðum þar í hörkuleik. Valur nær jafntefli við okkur í hörkuleik og það var frábær leikur hjá okkur. Við mætum svekkt í næsta leik gegn HK og þá vorum við heppin að fá jafntefli. Svo erum við rassskellt í bikarnum og ég spyr hvernig fór hjá Fram og KA/Þór í dag og KA/Þór er með hörkulið. Þetta er ekki sanngjarnt. Fram er með fimm landsliðsmenn og Valur er með sex og enginn er með neitt nema HK er með einn. Það er bara eðlilegt að þessi tvö lið séu betri, en á góðum degi geta allir unnið þær, sagði Sebastian. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert