Hefur ekki lent í öðru eins

Tandri Már Konráðsson í leik með Stjörnunni.
Tandri Már Konráðsson í leik með Stjörnunni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Óhætt er að segja að lið Stjörnunnar virðist eiga töluvert inni í Olísdeild karla í handknattleik. Sex leikmenn voru á sjúkralistanum hjá liðinu þegar það gerði jafntefli gegn Aftureldingu 30:30 í spennuleik í Mosfellsbænum.

Leikmenn beggja liða hafa verið haldnir talsverðri spennufíkn á tímabilinu. Flestir leikir hafa verið spennandi hjá Aftureldingu og Stjarnan hefur gert fimm jafntefli í fyrstu þrettán umferðunum. Þótt liðið hafi oft leikið ágætlega hefur það aðeins unnið tvo leiki og er í 8. sæti.

„Mér finnst við hafa tapað stigi í Mosfellsbænum í þeim skilningi að við hefðum getað náð báðum stigunum. Ég horfði á leikinn aftur í morgun og við vorum pínu klaufar. Aðallega í vörninni því ekki er mikið hægt að setja út á sóknina í leiknum. Mér finnst að við eigum að sýna betri varnarleik en þetta,“ sagði Tandri Már Konráðsson þegar Morgunblaðið spjallaði við hann í gær. Skoraði hann 9 mörk í leiknum og kom Stjörnunni yfir á lokamínútunni en Þorsteinn Gauti Hjálmarsson jafnaði fyrir Aftureldingu undir lok leiksins. Hans tíunda mark í leiknum. Afturelding er í öðru sæti í deildinni með 20 stig, þremur á eftir Haukum sem eru ósigraðir. Haukar unnu KA sannfærandi 28:22.

Sjá viðtalið í heild í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »