Stærsta tap í aldarfjórðung - Versta tap mitt á ferlinum

Eduard Koksharov horfir á sína menn steinliggja gegn Íslendingum í …
Eduard Koksharov horfir á sína menn steinliggja gegn Íslendingum í Malmö í dag. AFP

Rússar biðu sinn versta ósigur í Evrópukeppni karla í handknattleik í rúman aldarfjórðung í kvöld þegar þeir steinlágu fyrir Íslendingum í Malmö, 34:23.

Þetta kemur fram á heimasíðu rússneska handknattleikssambandsins þar sem sagt er að þetta séu verstu úrslit liðsins síðan það tapaði 34:21 fyrir Svíum í úrslitaleik Evrópukeppninnar í Portúgal árið 1994.

Eduard Koksharov, þjálfari rússneska liðsins, kvaðst ekki hafa neina skýringu á því sem gerðist í leiknum gegn Íslandi. „Við spiluðum hörmulega í dag og ég get ekki útskýrt hvað gerðist,“ sagði niðurbrotinn Koksharov.

„Við byrjuðum mjög illa og þegar við reyndum að vinna okkur aftur inn í leikinn tókum við mikla áhættu og skiptum út mönnum í vörn og sókn. En munurinn var orðinn of mikill. Hlutar af leiknum voru í lagi en það er ekki nóg því leikurinn stendur yfir í 60 mínútur. Þetta er versta tap mitt á ferlinum,“ sagði hornamaðurinn reyndi Timur Dibirov.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert