Gísla er heimilt að finna sér nýtt lið

Gísli Þorgeir Kristjánsson má yfirgefa Kiel.
Gísli Þorgeir Kristjánsson má yfirgefa Kiel. Ljósmynd/Kiel

Gísla Þorgeiri Kristjánssyni, landsliðsmanni í handknattleik, er heimilt að finna sér annað lið í janúar. Hann hefur verið hjá þýska stórliðinu THW Kiel frá sumrinu 2018, eða í eitt og hálft keppnistímabil.

Gísli hefur verið seinheppinn varðandi meiðsli og hefur verið á sjúkralistanum undanfarnar vikur eftir að hafa farið úr axlarlið.

Fjölmiðlafulltrúi THW Kiel staðfesti við Morgunblaðið að Gísli hefði fengið grænt ljós til að finna sér annað lið. Það væri væntanlega besta lausnin fyrir hann á þessu stigi ferilsins. Segir hann að forráðamenn félagsins hafi rætt við Gísla Þorgeir og umboðsmann hans að undanförnu. Gísli gerði þriggja ára samning við Kiel 2018.

Gísli varð tvítugur síðasta sumar og hefur ekki verið í stóru hlutverki hjá Kiel þegar hann hefur verið leikfær enda eru þar heimsklassamenn fyrir á bás eins og Domagoj Duvnjak. 

Greinina í heild sinni má sjá á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert