Leiðin til Tókýó er orðin erfiðari

Alexander Petersson reynir að komast í gegnum vörn Ungverja í …
Alexander Petersson reynir að komast í gegnum vörn Ungverja í leiknum í gærkvöld. Ljósmynd/Einar Ragnar Haraldsson

Hversu dýrkeyptur verður þessi hörmulegi síðari hálfleikur hjá íslenska landsliðinu í handbolta í gær þegar það tapaði fyrir Ungverjum í Malmö?

Einhverjir gleðjast sjálfsagt yfir því að Danir skuli vera úr leik á EM en það hefði svo sannarlega verið hagur íslenska liðsins að taka stigalausa Dani með sér í milliriðilinn.

Losna þar með við Ungverjana út úr keppninni um ólympíusætið, auk þess sem Danir hefðu verið afar líklegir til að geta hjálpað íslenska liðinu talsvert til að ná takmarki sínu með því að vinna helstu keppinauta þess í milliriðlinum.

Nú verður leiðin til Tókýó mun erfiðari því Ísland fer inn í milliriðilinn með tveimur stigum minna en Ungverjaland og Slóvenía í okkar riðli og Austurríki í hinum riðlinum. Þessi þrjú lið hafa þegar náð forskoti á okkar menn.

Bakvörðinn í heild sinni er að finna í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »