Fær ekki nýjan samning í Þýskalandi

Sigtryggur Daði Rúnarsson í leik með Lübeck-Schwartau.
Sigtryggur Daði Rúnarsson í leik með Lübeck-Schwartau. Ljósmynd/Lübeck-Schwartau

Handknattleiksmaðurinn Sigtryggur Daði Rúnarsson fær ekki nýjan samning hjá þýska B-deildarfélaginu Lübeck-Schwartau og mun því yfirgefa félagið eftir leiktíðina. 

Sigtryggur, sem er 23 ára, kom til Lübeck-Schwartau frá Balingen fyrir tveimur árum, en þar á undan lék hann með Aue. Sigtryggur lék fjölda leikja með yngri landsliðum Íslands, en hann hefur ekki leikið með A-landsliðinu. 

Leikstjórnandinn hefur skorað 81 mark í 46 leikjum í þýsku B-deildinni á leiktíðinni, en liðið er í 15. sæti í deildinni, þremur stigum fyrir ofan fallsæti. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert