Einn besti leikmaður Fram framlengir

Þorgrímur Smári Ólafsson er einn besti leikmaður Fram.
Þorgrímur Smári Ólafsson er einn besti leikmaður Fram. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Handknattleiksdeild Fram framlengdi í dag samning sinn við Þorgrím Smára Ólafsson, einn besta leikmann liðsins. Nýi samningurinn gildir næstu tvö árin, eða til ársins 2022. 

Þorgrímur er markahæsti leikmaður Fram í deildinni á leiktíðinni með 107 mörk í 20 leikjum. Liðið er í níunda sæti deildarinnar, einu stigi frá Stjörnunni, í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni. 

Ekki er leikið í deildinni um þessar mundir vegna útbreiðslu kórónuveirunnar og því óljóst hvort Fram fái tækifæri til að vinna sér inn sæti í úrslitakeppninni og hvort hún yfir höfuð fari fram. 

Félagið samdi um helgina við Sebastian Alexandersson og mun hann þjálfa Fram frá og með næstu leiktíð. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert