Rifja upp mark Atla frá 1990 (myndskeið)

Atli Hilmarsson skorar í landsleik.
Atli Hilmarsson skorar í landsleik.

Atli Hilmarsson var lengi leikmaður með íslenska landsliðinu í handknattleik og lék sem atvinnumaður um árabil.

Spænska vefsíðan Partidos Históricos de Balonmano, sem fjallar um sögu handboltans í landinu, birtir á twittersíðu sinni mark sem Atli skoraði fyrir Granollers í leik gegn Club Deportivo Cajamadrid fyrir þrjátíu árum, eða 27. janúar árið 1990.

Atli skoraði á sínum tíma 391 mark í 134 landsleikjum fyrir Íslands hönd og lék sem atvinnumaður í Þýskalandi og á Spáni.

Skemmtileg tilþrif Atla má sjá hér fyrir neðan:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert