Íslendingalið eru danskir meistarar

Rut Arnfjörð Jónsdóttir
Rut Arnfjörð Jónsdóttir mbl.is/Eggert Jóhannesson

Aalborg og Esbjerg eru danskir meistarar í handknattleik annað árið í röð en frekari keppni hefur verið aflýst vegna kórónuveirunnar. 

Liðin voru í efstu sætunum í efstu deildum þegar ákvörðunin um að hætta keppni var tekin.

Esbjerg er meistari í kvennaflokki og með liðinu leikur örvhenta skyttan Rut Jónsdóttir. 

Aalborg er meistari í karlaflokki en með liðinu leika Janus Daði Smárason og Ómar Ingi Magnússon. Tímabilið fór þó í súginn hjá Ómari vegna höfuðáverka. Báðir hafa leikið sinn síðasta leik fyrir félagið í bili því báðir leika þeir í Þýskalandi á næstu leiktíð. Janus fer til Göppingen og Ómar til Magdeburg.

Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari hjá Aalborg. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert