Framarinn varði vel í Danmörku

Viktor Gísli Hallgrímsson stendur sig vel í Danmörku.
Viktor Gísli Hallgrímsson stendur sig vel í Danmörku. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Landsliðsmarkvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson átti mjög góðan leik á milli stanganna hjá danska handknattleiksfélaginu GOG þegar liðið fékk Århus í heimsókn í dönsku úrvalsdeildinni í dag.

Leiknum lauk með átta marka sigri GOG, 29:21, en Viktor Gísli varði ellefu skot í markinu og var með 36% markvörslu.

Jafnræði var með liðunum til að byrja með en GOG náði sex marka forskoti undir lok fyrri hálfleiks, 15:9, og Århus tókst ekki að koma til baka í síðari hálfleik.

GOG er með sex stig eða fullt hús stiga eftir fyrstu þrjá leiki sína í öðru sæti deildarinnar en Aalborg, SönderjyskE og Skanderborg eru einnig með fullt hús stiga eftir fyrstu þrjá leiki sína.

mbl.is