Í liði umferðarinnar í Meistaradeildinni

Sigvaldi Björn Guðjónsson
Sigvaldi Björn Guðjónsson Ljósmynd/Einar Ragnar Haraldsson

Handknattleiksmaðurinn Sigvaldi Björn Guðjónsson er í liði fjórðu umferðar Meistaradeildar Evrópu fyrir frammistöðu sína fyrir Kielce frá Póllandi gegn hvítrússneska liðinu Brest á heimavelli á miðvikudaginn var. 

Sigvaldi skoraði fjögur mörk í 34:27-sigri, en liðið fór upp í toppsæti A-riðils með sigrinum. Haukur Þrastarson lék ekki með Kielce vegna meiðsla, en hann sleit krossband á dögunum. 

Í myndskeiðinu hér fyrir neðan má sjá lið umferðarinnar og tilþrif hjá Sigvalda. 

mbl.is