Viggó átti stórleik

Viggó Kristjánsson.
Viggó Kristjánsson. Ljósmynd/Ein­ar Ragn­ar Har­alds­son

Viggó Kristjánsson fór á kostum og var markahæstur í sigri Stuttgart á Hannover-Burgdorf, 31:26, í efstu deild þýska handboltans.

Viggó skoraði 10 mörk úr 11 skotum en liðsfélagi hans Elvar Ásgeirsson komst ekki á blað markaskorara í dag.

Stuttgart hefur níu stig eftir sjö leiki, jafn mörg og Melsungen í 4. sætinu sem leikið hefur leik minna.

mbl.is