Löwen á toppnum

Alexander Petersson.
Alexander Petersson. mbl.is/Kristinn Magnússon

Rhein Neckar Löwen kom sér fyrir í toppsæti þýsku 1. deildarinnar í handknattleik í kvöld með stórsigri á Wetzlar 37:24. 

Alexander Petersson skoraði 1 mark fyrir Löwen og Ýmir Örn Gíslason kom einnig við sögu í leiknum. Löwen er með 16 stig og hefur unnið átta af fyrstu níu leikjunum. 

Göppingen vann fínan útisigur á Essen 32:28. Janus Daði Smárason skoraði eitt mark fyrir Göppingen og átti þrjár stoðsendingar á samherjana. 

Balingen og Leipzig gerðu jafntefli 20:20 en Oddur Gretarsson lék ekki með Balingen. 

mbl.is