Aron Dagur átti stórleik

Aron Dagur Pálsson á æfingu með U21-árs landsliðinu í fyrra.
Aron Dagur Pálsson á æfingu með U21-árs landsliðinu í fyrra. Eggert Jóhannesson

Aron Dagur Pálsson átti stórleik í góðum 29:27 sigri Alingsås gegn Sävehof í sænsku 1. deildinni í handknattleik karla í kvöld. Aron Dagur var næstmarkahæstur í liði Alingsås með 7 mörk, auk þess sem hann gaf eina stoðsendingu.

Markahæstur í liði Alingsås var Andreas Lang með 10 mörk.

Alingsås er eftir sigurinn í 4. sæti deildarinnar með 17 stig, þremur stigum á eftir toppliði Malmö.

mbl.is