PSG vildi fá Janus Daða

Janus Daði Smárason hefur vakið athygli stórliða að undanförnu.
Janus Daði Smárason hefur vakið athygli stórliða að undanförnu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Franska stórliðið PSG hafði mikinn áhuga á því að fá íslenska landsliðsmanninn Janus Daða Smárason til liðs við sig á dögunum en það var handbolti.is sem greindi fyrstur íslenskra miðla frá þessu.

Þýski miðillinn Stuttgarter-Zeitung segir að forráðamenn PSG hafi sett sig í samband við umboðsmann Janusar Daða, Arnar Theodórsson, með það fyrir augum að semja við leikstjórnandann.

Nikola Karabatic verður frá út tímabilið vegna meiðsla og PSG vildi fá Janus Daða til þess að fylla skarð hans.

Janus Daði er 25 ára gamall en hann er samningsbundinn Gröppingen í Þýskalandi og þýska félagið var ekki tilbúið að sleppa leikmanninnum sem gekk til liðs við Gröppingen frá Aalborg síðasta sumar.

Janus er samningsbundinn Gröppingen til sumarsins 2022 en PSG ákvað að lokum að fá hollenska landsliðsmanninn Luc Steins til liðs við sig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert