Evrópumeistaramótið aftur á dagskrá

U18 ára landsliðið vann silfurverðlaun á EM 2018.
U18 ára landsliðið vann silfurverðlaun á EM 2018. Ljósmynd/HSÍ

Handknattleikssamband Evrópu, EHF, hefur tilkynnt að Evrópumeistaramót karla, skipað leikmönnum 19 ára og yngri, verði haldið í ágúst á þessu ári. Mótið átti að fara fram í fyrra en var aflýst vegna kórónuveirufaraldursins.

Mótið verður haldið í Króatíu 12. til 22. ágúst en leikið verður í tveimur borgum, Varazdin og Koprivnica. Ísland verður í riðli með Serbíu, Slóveníu og Ítalíu en liðið var í efsta styrkleikaflokki vegna frábærs árangurs U18 ára liðsins á EM 2018 þar sem silfur var hreppt.

U19 ára landslið karla er skipað drengjum fæddum 2002 og síðar, þjálfarar liðsins eru þeir Heimir Ríkarðsson og Gunnar Andrésson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert