Mæta Slóvenum á Ásvöllum í kvöld

Íslenska landsliðið mætir Slóveníu í kvöld.
Íslenska landsliðið mætir Slóveníu í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hin leikreynda Anna Úrsúla Guðmundsdóttir kemur inn í landsliðshópinn sem mætir Slóveníu í síðari leik liðanna í umspili fyrir HM kvenna í handknattleik.

Leikurinn fer fram á Ásvöllum í Hafnarfirði í kvöld og hefst klukkan 19:45. Vegna sóttvarnareglna eru engir áhorfendur leyfðir.

Anna Úrsúla er viðbót við sextán manna hópinn sem fór utan og mætti Slóveníu í fyrri leiknum í Ljubljana á laugardaginn. Þar hafði Slóvenía betur 24:14 og því þarf íslenska liðið á stórsigri að halda til að komast á HM sem fram fer á Spáni í desember.

Íslandi gekk ekki vel í sókninni í fyrri leiknum eins og úrslitin sýna og því þarf markaskorunin að ganga miklu betur í kvöld til að íslenska liðið geti hleypt spennu í umspilssrimmuna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »