Fyrirliðinn framlengir

Andri Þór Helgason
Andri Þór Helgason Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Handknattleiksmaðurinn Andri Þór Helgason hefur framlengt samning sinn við Gróttu um tvö ár. Andri hefur verið einn besti vinstri hornamaður efstu deildar síðustu ár.

Andri átti gott tímabil með Gróttu á yfirstandandi leiktíð og skoraði 98 mörk. Andri hefur einnig leikið með Stjörnunni og Fram hér á landi.

„Andri Helga er frábær leikmaður sem við lögðum mikla áherslu á að halda í félaginu. Það var mikill áhugi frá öðrum liðum en ánægjulegt að hann haldi tryggð við Gróttu,“ segir í tilkynningu frá félaginu.

mbl.is