Markvörður til liðs við Stjörnuna

Arnór Freyr Stefánsson
Arnór Freyr Stefánsson mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hand­knatt­leiksmarkvörðurinn Arn­ór Freyr Stef­áns­son hefur gengið til liðs við Stjörnuna og skrifað undir samning við félagið til ársins 2024 en hann kemur til liðsins frá Aftureldingu.

Arnór er uppalinn í Breiðholtinu og spilaði ungur með ÍR en einnig hefur hann spilað í efstu deild með HK, árin 2011 til 2013, og Aftureldingu frá 2018. Þar á milli var hann í atvinnumennsku með danska liðinu Randers í tvö ár.

Markvörðurinn meiddist á hné í lok febrúar og tók ekki þátt í leikjum Aftureldingar eftir það. Liðið endaði í 8. sæti deildarinnar og féll úr keppni gegn Haukum í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Stjarnan endaði í 5. sæti í sumar og tapaði gegn Haukum í undanúrslitunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert